Golf í Portúgal 14. – 21. febrúar

Kvan Travel býður uppá einstaka „boutique“ golfferð til Portúgal með Margeiri Vilhjálmssyni PGA golfkennara í febrúar.

 

Leiknir verða 7 golfhringir á fjórum frábærum golfvöllum sem allir eru meðal 40 bestu golfvalla Portúgal. Penha Longa, San Lorenzo, Vale do Labo og Pinheiros Altos.  Frábærir golfvellir sem allir golfáhugamenn ættu að leika að minnsta kosti einu sinni á golfferlinum.

 

Gist verður á tveimur hótelum, Penha Longa sem af mörgum er talið besta golfhótel í Portúgal og Dona Filipa sem staðsett er mitt í dal úlfanna á Algarve.

 

Flogið verður með Icelandair til Lissabon. Fyrstu nóttina verður dvalið á Penha Longa og leikinn þar golfhringur áður en haldið er niður á Algarve. Þar verður gist  á Dona Filipa og leiknir 5 hringir á  þremur frábærum golfvöllum. Síðustu nóttina verður aftur gist á Penha Longa og þar verða leiknar 18 holur á brottfarardegi.

 

Einstök golfferð sérhönnuð til að stytta veturinn. Fjölbreytileikinn í er í fyrirrúmi og einstakt tækifæri til að leika á mörgum frábærum golfvöllum í sömu ferðinni. Margeir mun sjá um að þeir 16 golfarar sem pláss er fyrir í ferðinni fái góða upphitun og leiðbeiningar um hvernig best sé að skora vellina.

 

Einstök ferð á einstökum tíma árs.

 

Dagskrá ferðarinnar, verð og fleira má sjá hér neðan á síðunni.

394.900 kr.459.900 kr.

Afsláttur:
Greiða innborgun á 90.000 kr.
Samtals 394900

Farþegaupplýsingar:

Kennitala Fullt nafn Netfang Sími

Skilaboð til KVAN Travel



Lengd:
7 dagar
Samgöngur
Flug, akstur
Gerð ferðar:
Golfferð
Vörunúmer:
K-116
Hópastærð:
Hámark 16

Boutique golfferð með Margeiri Vilhjálms og KVAN Travel

Ferðatilhögun:

Föstudagur 14. feb - Ferðadagur
16:00 Flug til Lissabon með Icelandair
20:20 Lent í Lissabon.
Akstur á Penha Longa hótel (50 mín)
Gist á Penha Longa

Laugardagur 15. feb - Fyrsti golfdagur
Morgunverður
Golf á Penha Longa - 18 holur
Akstur til Dona Filipa hotel í Algarve (3,5 klst)
Gist á Dona Filipa

Sunnudagur 16. feb - Annar golfdagur
Morgunverður
Upphitun á æfingasvæði með golfkennara
Golf á San Lorenzo
Gist á Dona Filipa

Mánudagur 17. feb - Þriðji golfdagur
Morgunverður
Upphitun á æfingasvæði með golfkennara
Golf á San Lorenzo
Gist á Dona Filipa

Þriðjudagur 18. feb - Fjórði golfdagur
Morgunverður
Golf á Vale do Lobo
Gist á Dona Filipa

Miðvikudagur 19. feb - Fimmti golfdagur
Morgunverður
Upphitun með golfkennara
Golf á Pinheiros Altos
Gist á Dona Filipa

Fimmtudagur 20. feb - Sjötti golfdagur
Morgunverður
Upphitun með golfkennara
Golf á San Lorenzo
Akstur til Lissabon (3,5 klst)
Gist á Penha Longa

Föstudagur 21. feb - Sjöundi golfdagur - heimfaradagur
Morgunverður
Upphitun með golfkennara
Golf á Penha Longa
19:30 Brottför á flugvöll22:20 Flug heim

 

Innifalið

  • Flug með 23. kg. farangri, handfarangri og golfsetti með Icelandair
  • Morgunverður alla morgna
  • Æfngaboltar og upphitun með golfkennara
  • Akstur milli flugvallar og hótels (50 mín)
  • Akstur milli golfvalla og hótels (12 mín á Algarve)
  • Akstur milli Lissabon og Algarve (3,5 klst)
  • 7 golfhringir (2 á Penha Longa - 3 á San Lorenzo - 1 á Pinheiros Altos - 1 á Vale do Lobo)

Verð

394.900 kr. miðað við að gist sé í tveggja manna herbergi.
459.900 kr. í einstaklingsherbergi.

Gist er á 5 stjörnu lúxushótelunum Dona Filipa og Penha Longa (smelltu á nöfnin til að skoða hótel).

(Hægt er að velja að greiða 90.000 kr. innborgun á farþega í ferðina sem er óendurkræft. Eftirstöðvar þarf þá að greiða 9 vikum fyrir borttför).

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur hjá KVAN í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is eða í síma 519-3040.

Hlökkum til að ferðast með ykkur!
Starfsfólk KVAN og Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari

Herbergi

Einstaklingsherbergi, Tveggja manna herbergi