Fyrirtækjaferðir
Eflum teymið!
Við tökum að okkur að sérsníða fjölbreyttar fyrirtækjaferðir með áherslu á gæði og gleði. Við þarfagreinum og skipuleggjum ferðirnar út frá hverjum hópi fyrir sig. Hvort sem um er að ræða námsskeið eða árshátíð þá er áherslan ávallt á skemmtilegar og lærdómsríkar lausnir sem henta þínu fólki.
Fyrir hverja?
Öll fyrirtæki og stofnanir sem vilja efla mannauðinn og skapa jákvæðar minningar hjá starfsfólki sínu.
Hvað getum við lært?
Dæmi um áherslur í fyrirtækjaferðum okkar erlendis eru meðal annars:
- Bæta samskipti og tjáskipti í teymi
- Efla skilvirkni, skipulagningu og tímastjórnun
- Hópefli og liðsheildarþjálfun
- Auka traust og styrkja liðsandann
- Tjáning og sjálfstyrking
- Markmiðasetning
- Leiðtogaþjálfun
Hvert er farið?
Áfangastaðir okkar eru valdir af kostgæfni til að skapa rétta umgjörð fyrir hvern hóp fyrir sig og gefa þátttakendum kost á nýrri upplifun. Val á áfangastað fer því bæði eftir áherslum hópsins sem og tímarammanum.
Þjálfarar og fararstjórar
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu í þjálfun, fararstjórn og ráðgjöf. Ferðir okkar eru því mannaðar út frá þörfum og áherslum hverrar ferðir fyrir sig.
Skipulag
Við sjáum um allt skipulag; bókum flug, hótel, veitingastaði, skemmtiatriði, skoðunarferðir og hvaðeina annað sem þarf. Greitt er fast verð fyrir hvern aðila og inn í því er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli, námskeið og námskeiðsgögn.
Ferðirnar okkar eru styrkhæfar!
Þjálfun og/eða skemmtun? Við sérsníðum fyrir ykkur!
Við höfum áratuga reynslu í þjálfun, fararstjórn og ráðgjöf
Hvert viltu fara?
Allur heimurinn er okkar leikvöllur og möguleikarnir endalausir. Hér eru nokkur dæmi.
Umsagnir viðskiptavina
EPLI
SAMTÖK SVEITAFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA
BARNAVERND REYKJAVÍKUR
Er ferðin styrkhæf
Fáðu tilboð
Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.