Endurmenntunarferðir

Engar venjulegar ferðir!

Endurmenntunarferðir okkar erlendis miða að því að gefa fagfólki, sem starfa með börnum og ungu fólki innsýn og þekkingu á menntamálum í öðrum löndum. Starfsfólkið fær tækifæri til að efla sig í starfi og kynna sér nýjar hugmyndir, stefnur og starfshætti á sviði menntamála. Allar okkar endurmenntunarferðir eru styrkhæfar og innifela sérsniðin námskeið frá KVAN með áherslu á árangursríkar, skemmtilegar og lifandi lausnir sem efla bæði einstaklinga og teymi. 

Fyrir hverja?
Fagfólk sem starfar með börnum og ungu fólki í leik-og grunnskóla, frístundastarfi, félagsmiðstöðvum og víðar.

Áherslur okkar í endurmenntunarferðum:

  • Sérsniðnar og styrkhæfar ferðir fyrir hvern hóp
  • Möguleiki á skólaheimsóknum í fjölmörgum löndum
  • Við erum í samstarfi við erlenda sérfræðinga í 
    menntamálum frá því landi sem heimsótt er 
Hvert er farið?
Áfangastaðir okkar eru valdir af kostgæfni til að skapa rétta umgjörð fyrir hvern hóp fyrir sig og gefa þátttakendum kost á nýrri upplifun. Meðal annars bjóðum við upp á ferðir til Englands, Skotlands, Þýskalands og Kanada þar sem við erum í sterkum tengslum við fagfólk í menntamálum. Að auki bjóðum við upp á fjölmarga aðra staði og má þá m.a. nefna Kaupmannahöfn, Barcelona, London, Dublin og Róm.

Þjálfarar og fararstjórar
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu í þjálfun, farastjórn og
ráðgjöf. Ferðir okkar eru því mannaðar út frá þörfum og áherslum hverrar ferðir fyrir sig. Að auki leggjum við áherslu á að fá til liðs við okkur sérfræðinga í menntamálum frá því landi sem heimsótt er.

Ferðirnar okkar eru styrkhæfar!

Sterkt tengslanet sérfræðinga í menntamálum erlendis

Sérsniðnar ferðir að ykkar þörfum

Hugmyndir af áfangastöðum

Allur heimurinn er okkar leikvöllur og möguleikarnir endalausir. Hér eru nokkur dæmi

Playful Learning

Tenerife

Playful Learning

Tenerife

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.