Endurmenntunarferðir
Engar venjulegar ferðir!
Áherslur og sérstaða okkar í endurmenntunarferðum
Við hjá KVAN Travel undirbúum námsferðir í samvinnu við þau sem koma í ferðir með okkur. Markmið okkar er að þær efli fagfólk og stuðli að bættu starfi á vettvangi. Við lítum á námsferðirnar sem tilvalda leið til að styðja við skólaþróun og annað þróunarstarf innan stofnanna og fyrirtækja. Námsferðirnar okkar hafa einnig reynst vera kjörin leið til að auka samkennd á meðal samstarfsfólks sem gegnir oft ólíkum hlutverkum á vinnustaðnum. Þær geta því stuðlað að inngildandi starfsmenningu þar sem fólk upplifi að það tilheyri.
Við fylgjum ákveðnu vinnulagi til að tryggja gæði og stuðla að ánægju þátttakanda. Við bjóðum þriggja þrepa námsferðir sem byggja á fjórum gæðastoðum.
Þriggja þrepa námsferðir KVAN
Þrep I – Undirbúningur
Við greinum með þátttakendum væntingar þeirra og þarfir og hönnum ferð sniðna að þessari greiningu. Tengslanet okkar er víða um heim en við leggjum áherslu á ákveðna áfangastaði þar sem við búum að góðri reynslu við að flétta saman skipulögðum heimsóknum t.d. í skóla og stofnanir, námskeiðum sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðum og tómstundum sem fela í sér tækifæri til tengslamyndunar og jákvæðrar upplifunar. Í greiningarferlinu komum við t.d. á fund í skólum og greinum og hönnum dagskrá með ferðanefnd. Við leggjum áherslu á að fylgja viðskiptavinum alla leið í undirbúningi.
Þrep II – Námsferðin
Markmið okkar er að dagskráin sé vel skipulögð þar sem rými skapast til að læra, leika og njóta. Að dvelja að heiman skapar mörg menntandi tækifæri sem við nýtum með markvissum hætti. Við virkjum forvitni þátttakanda og leggjum áherslu á virkni og hagnýta fræðslu. Námsferðirnar byggja ýmist á námskeiðum þar sem nýttir eru erlendir og íslenskir sérfræðingar eða sérstaða staðarins er nýtt með vettvangsheimsóknum og skoðunarferðum. Í öllum námsferðum er rík áhersla lögð á ígrundandi vinnu þátttakenda þar sem unnið er markvisst með að tengja fræðslu og heimsóknir við líf og störf þátttakenda.
Þrep III – Eftirfylgd
Það er mikilvægt að námsferðirnar skili þeim árangri sem að er stefnt, sem oftast snýr að starfshópnum, starfseminni og starfsþróun starfsmanna. Nokkrum vikum eða mánuðum eftir ferð komum við í heimsókn á vinnustaðinn. Markmið okkar er að styðja þátttakendur við að vinna úr reynslunni og fara yfir hvernig hefur gengið að nýta námsferðina sem best í lífi og starfi – og hvernig áformað er að nýta reynsluna enn frekar.
Gæðastoðir KVAN Travel
- Fararstjórn og fræðsla
Með öllum hópum eru fararstjóri og/eða leiðbeinendur frá KVAN og KVAN Travel (kennarar/fræðarar) sem sjá til þess að ferðin gangi sem best.
- Staðartengt nám
Við hönnum námskeið og fræðslu út frá forsendum staðartengds náms (e. place based learning). Þar er leitast við með reynslumiðuðum aðferðum að nýta sérþekkingu á hverjum stað, staðarblæinn, menningu, náttúru eða annað sem við teljum styðja við nám þátttakenda.
- Gleði og gæði
Við höfum trú á því að það sé hægt að læra með skemmtilegum hætti. Við gefum engan afslátt í að byggja okkar námskeið á traustri reynslu af starfi á vettvangi og fræðilegum forsendum en viljum vinna með fólk með gleði, húmor og kærleika að leiðarljósi.
- Tómstundir
Innan KVAN Travel er sérþekking á gildum tómstunda til að auka lífsgæði og skapa menntandi upplifanir. Í okkar ferðum reynum við að flétta inn í dagskrána jákvæðum tómstundum. Við metum mikils gildi þess að skapa þátttakendum „tóm til að vera“ og í gegnum tómstundir eru ríkuleg tækifæri til tengslamyndunar – bæði milli fólks og við náttúru og staði.
Undirbúningur
Námsferðin
Eftirfylgd
Fjölbreyttar endurmenntunarferðir
Hér eru nokkur dæmi um ferðir og skemmtilegar borgir sem koma til greina fyrir þína ferð
Umsagnir viðskiptavina
Þátttakandi í Playful Learning ferð í júní 2024
PETRA WAAGE
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
NÁMSFERÐ BRÚARSKÓLA TIL DANMERKUR
TÓNLISTARSKÓLI SELTJARNARNESS
Er ferðin styrkhæf?
Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.
Fáðu tilboð
Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.