
TÓNLISTARSKÓLI SELTJARNARNESS
Starfsfólk Tónlistarskóla Seltjarnarness fór í frábærlega vel heppnaða námsferð til Valencia vorið 2023. Kvan sá um alla skipurlagningu ferðarinnar það er flug, hótel, rútu, heimsóknir í tvo tónlistarskóla og óperuhúsið auk þess sem við fengum námskeið á þeirrar vegum þar sem markmiðið var: að kynnast aðferðum og leiðum við að styrkja sig sem einstaklinga og heildina sem þeir starfa í. Að læra aðferðir til jákvæðrar endurgjafar sem nýtist bæði starfsmannahópum sem og til nemenda starfsmanna.
Allt skipulag var til hreinnar fyrirmyndar og stóðst eins og stafur á bók. Varla er hægt að lýsa hversu frábær fararstjóri ferðarinnar var hún Sassa sem hélt utan um alla þætti ferðarinnar þar með talið námskeiðið frá Kvan.
Allir þeir sem fóru í þessa ferð voru yfir sig ánægðir með þessa ferð sem var í alla staði mjög vel lukkuð. Hún styrkti okkur bæði faglega og ekki síður félagslega sem hóp.
Guðjón Steinar Þorláksson, aðstoðarskólastjóri
Tónlistarskóla Seltjarnarness