SAMTÖK SVEITAFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir kynnisferð sveitarstjórnarmanna í landshlutanum í mars 2019. Þegar slík ferð er skipulögð er í mörg horn að líta og mikilvægt að allt gangi vel þegar á hólminn er komið. Þess vegna var samið við KVAN um að ganga frá bókunum fyrir hópinn á flugi, ferðum, hóteli og veitingum á meðan á ferðinni stóð. Það er óhætt að segja að allt sem skipulagt var af KVAN stóð eins og stafur á bók og augljóst að þeirra starfsmenn höfðu mikla þekkingu á svæðinu sem við vorum á leið á sem skipti miklu máli við undirbúninginn. Þeirra vinna sparaði samtökunum mikla vinnu við undirbúning og átti klárlega stóran þátt í almennri ánægju með ferðina meðal þeirra sem í hana fóru. Ég get heilshugar mælt með þjónustu KVAN.
— UNNUR VALBORG HILMARSDÓTTIR,
FRAMKVÆMDASTJÓRI SSNV