
NÁMSFERÐ BRÚARSKÓLA TIL DANMERKUR
Í júní árið 2023 fóru 32 starfsfólk Brúarskóla í námsferð til Danmerkur. Við skoðuðum tvo grunnskóla fyrir nemendur með hegðunarvanda. KVAN sá um alla skipulagningu og var hún til fyrirmyndar. Allt gekk upp og ferðin var í alla staði frábær. Fararstjóri frá KVAN hélt utan um hópinn á meðan á dvölinni stóð og þýddi þegar þess þurfti.
Við starfsfólk Brúarskóla komum til baka búin að fá mikla fræðslu og góða endurmenntun í svipuðu starfsumhverfi og við vinnum í. En ekki síður var þetta mikil vítamínsprauta í félagslegan þátt starfsins. Starfsfólk var í heildina mjög ánægt með gott utanumhald frá KVAN og hvetur aðra skóla til að nýta sér þjónustu þeirra.
Soffía Ámundadóttir, Brúarskóla