BARNAVERND REYKJAVÍKUR

Starfsfólk Barnaverndar Reykjavíkur fór í liðsheildarferð með KVAN travel til Valencia á Spáni í september 2019. Barnavernd Reykjavíkur hefur á undanförnum misserum gengið í gegnum miklar breytingar. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og leitaði Barnavernd Reykjavíkur til KVAN travel um skipulagningu á námskeiði sem myndi nýtast við þær áskoranir sem til staðar væru og aðstoða starfsmenn við að bæta starfsfyrirkomulag og þróa breytta verkferla í daglegum verkefnum og liðsheild í starfi.

Starfsmenn KVAN fóru í greiningarvinnu með starfsmönnum Barnaverndar og út frá þeirri vinnu var sérsniðið námskeið fyrir starfsmenn þar sem unnið var út frá styrkleikamiðaðri nálgun og jákvæðum samskiptum á vinnustað. Öll samvinna við starfsmenn KVAN, útfærslan, ferðatilhögun, fararstjórn og námskeið var ofar væntingum og dýrmætar minningar urðu til. Við mælum með KVAN travel fyrir alla starfshópa.

— ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR, FÉLAGSRÁÐGJAFI
BARNAVERND REYKJAVÍKUR