Tenerife

Tenerife er frábær vettvangur fyrir endurmenntunarferðir með KVAN Travel. Á eyjunni erum við í frábæru sambandi við fagaðila sem aðstoða okkur við skipulagningu sem gagnast þörfum hvers hóps. Við erum vel tengd inn í skóla fyrir heimsóknir og með frábært úrval gistinga. Vegna milds loftslags, fjölbreyttrar náttúru og sögu gerir það okkur mögulegt að kenna góðan hluta af námsefni okkar utandyra. Hvort sem valið er að dvelja á hinum vinsælu ferðamannasvæðum á syðri hluta eyjarinnar eða í höfuðborginni Santa Cruz þá getum við hjá KVAN Travel svo sannarlega aðstoðað ykkur við að búa til ógleymalega endurmenntunarferð.

Tenerife er stærsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum og ein vinsælasta ferðamannaparadís Evrópu. Eyjan er þekkt fyrir fjölbreytta náttúru, allt frá hvítum ströndum til eldfjallalandslaga, þar á meðal Teide, sem er hæsta fjall Spánar og liggur í samnefndum þjóðgarði en það er jafnframt þriðja stærsta eldfjall heims. Tenerife nýtur heilsárs sólar með mildu loftslagi sem gerir hana að kjörnum áfangastað fyrir ferðalanga í leit að menntun afslöppun, útivist eða ævintýri. Hún er einnig paradís fyrir matarunnendur með blöndu af spænskum, kanarískum og alþjóðlegum réttum.

Oftast er talað um Tenerife sem tvo hluta, norður og suður. Aðal ferðamannasvæðin eru á suðvesturhlutanum og þar er jafnframt hlýrra á veturna og fleiri sólardagar. Munurinn á veðri milli norður og suður sést greinilega á gróðrinum, þar sem suðurhlutinn er þurr en náttúran blómstrar fyrir norðan. Hvaða stað sem valið er að dvelja á þá er auðvelt að ferðast um Tenerife. Þar sem eyjan er ekki nema rétt rúmlega 2.000 ferkílómetrar að stærð þá tekur einungis um klukkustund að ferðast frá syðri hluta eyjarinnar að þeim nyrðri.

Fyrir hverja
Endurmenntunarferðir til Tenerife henta frábærlega fyrir flesta hópa. Hvort sem um er að ræða starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að flestir njóti sín að læra á Tenerife.

Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Tenerife bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Á Tenerife erum við vel tengd inn í skóla, bæði á suðurströndinni sem og í höfuðborginni Santa Cruz.  

Skipulag endurmenntunarferða

Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.

Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.

Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér:  Endurmenntunarferðir

Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir

Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur. 

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Umsagnir viðskiptavina

Hafa Samband

Við bjóðum upp á kynningarfundi fyrir áhugasama hópa og fyrirtæki þar sem við kynnum allar þær lausnir og þjónustu sem við bjóðum upp á.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.