Endurmenntunarferð kennara til Tenerife

KVAN Travel býður upp á opna endurmenntunarferð til Costa Adeje á Tenerife í vetrarfríinu dagana 24. – 28. október. Þetta er opin ferð sem þýðir að kennarar og starfsfólk skóla getur skráð sig í ferðina burtséð frá hvaða skóla þau tilheyra.

Ferðaplan

Dagskráin ferðarinnar er glæsileg en heimsóttir verða tveir skólar í Tenerife auk námskeiðs frá KVAN. Gist verður á 5 stjörnu hótelinu Meliá Jardines del Teide sem er frábærlega staðsett hótel á Adeje ströndinni. Morgunverður er innifalinn og hótelið er eingöngu ætlað fullorðnum.

Skólar sem verða heimsóttir eru:

Colegio Internacional Costa Adeje

Svenska Skolan Teneriffa

 

Verð

244.900 kr. á þátttakenda miðað við að gist sé í tveggja manna herbergi

318.900 kr. á þátttakenda með gistingu í einstaklingsherbergi

 

Innifalið í verði

Flug fram og til baka með Icelandair

20 kg. Innritaður farangur auk handfarangrar

Akstur til og frá flugvelli á Tenerife

Gisting í 4 nætur á 5 störnu hóteli með morgunverði

Skólaheimsóknir og hádegisverður þann 25. október

Námskeið KVAN

Farastjórn

 

Flug 24. Okt KEF-TFS FI580 FI581

10:00 Lent á Tenerife kl. 16:25

Flug 28. Okt TFS-KEF

16:25 Lent í Keflavík 21:55

Dagskrá

Dagur 1 – 24. október

 

Ferðadagur – lent á Tenerife og rúta upp á hótel. Innritun og námskeið KVAN frá 18:00-20:00

 

Dagur 2 – 25. október

Skólaheimsóknir

 

09:00 – 12:00 Heimsókn í Colegio Internacional Costa Adeje þar sem skólastýran Nuria Marrero Rodríguez tekur á móti hópunum og fer með þeim í gegnum það sem gera í skólanum https://colegiocostaadeje.com/en/nuestro-colegio/

 

12:00-12:30 Hádegismatur í kirkjunni við Svenska Skolan – innifalið

12:30 – 16:00 Skólaheimsókn í Svenska Skolan Teneriffa. Skólastjórinn Tommy Isaksson mun leiða hópinn í gegnum starf sitt á eyjunni og hvernig skólastarfinu öllu er háttað https://teneriffaskolan.com/

 

 

Dagur 3 – 26. október

Námskeið KVAN 09:00 – 13:00

Frjáls dagur eftir það.

 

Dagur 4 – 27. október

Frjáls dagur

 

Dagur 5 – 28. október

Ferðadagur – frjáls morgun og lagt af stað upp á flugvöll kl. 13:00