Washington D.C.

Mögnuð heimsborg með litríkt mannlíf og menningu

Washington D.C.

Að velja Washington D.C. sem áfangastað endurmenntunarferðarinnar hefur marga kosti. Framæknar skólaheimsóknir, góð aðstaða til námskeiðshalds og þjónustan sem við fáum frá samstarfsaðilum er mjög áreiðanleg og góð. Flug til Washington tekur um 6 klukkustundir og hefur það oft þótt vera kostur að lagt er að stað seinnipart svo nánast er hægt að klára þá starfsdaga sem ferðast er. Heimkoma er síðan snemma morguns. 

Með ferðalagi til Washington höfum við einnig verið að bjóða starfsfólki og stjórnendum upp á magnaða liðsheildarferð. Í samstarfi við Horizons Consulting sem er staðsett fyrir utan Washington höfum við náð að skapa dagskrá sem stuðlar að einstakri ferð sem á sér enga líka með það markmiði að efla liðsheild til muna. Hægt er að lesa meira um hana hér: Liðsheildarþjálfun

Washington D.C. er höfuðborg Bandaríkjanna og þar er aðsetur allra helstu stofnana í stjórnkerfi landsins s.s. ríkisstjórnar, forseta og þings. Borgin er nefnd eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, sem valdi henni stað árið 1790 þegar ákveðið var að koma á fót alríki í landinu. Borgin hefur vaxið gríðarlega og nú teygja jaðarsvæði borgarinnar sig yfir í nærliggjandi ríki, heildaríbúafjöldinn á höfuðborgarsvæðinu telst vera yfir 7 milljónir, þar af búa rúm 700.000 í sjálfri borginni. Íbúarnir koma alls staðar að úr heiminum og það hefur leitt af sér þann fjölbreytileika í menningu og mannlífi sem einkennir Washington og gerir hana ólíka öðrum bandarískum borgum.

Í Washington er ótal margt sem vert er að skoða og upplifa; fjölmargar sögufrægar byggingar og minnismerki, söfn af ýmsu tagi og menningar- og listviðburðir eru bókstaflega á hverju strái. Nefna má t.d. svæðið The National Mall þar sem m.a. er að finna Hvíta húsið, Washington-minnismerkið, þinghúsið og hinn ótrúlega áhrifamikla Víetnam-vegg.

Það er sannarlega þess virði að skipuleggja endurmenntunarferð til þessarar mögnuðu heimsborgar, taka námskeið, skipuleggja heimsóknir og kynna sér um leið margt af því besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða, bæði í sögulegu og menningarlegu tilliti. 

Fyrir hverja
Endurmenntunarferðir til Washington henta frábærlega fyrir flesta hópa. Hvort sem um er að ræða starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að flestir njóti sín að læra í Washington D.C. 

Fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja mælum við eindregið með leiðsheildarþjálfuninni okkar með Horizons Consulting

Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Washington bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Í Washington erum við ágætlega tengd inn í skóla og fyrirtæki, bæði inn í borg en eins hægt að fara út fyrir höfuðborgina.

Skipulag endurmenntunarferða
Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.

Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.

Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér:  Endurmenntunarferðir

Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir

Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum..

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.