Washington D.C.

Mögnuð heimsborg með litríkt mannlíf og menningu

Washington D.C

Washington D.C. er höfuðborg Bandaríkjanna og þar er aðsetur allra helstu stofnana í stjórnkerfi landsins s.s. ríkisstjórnar, forseta og þings. Borgin er nefnd eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, sem valdi henni stað árið 1790 þegar ákveðið var að koma á fót alríki í landinu. Svæðið umhverfis borgina var nefnt umdæmi (district) og kennt við Kristófer Kólumbus, en 1871 var ákveðið að sameina Washington og the District of Columbia í eina stjórneiningu sem kallast Washington D.C.

Borgin hefur vaxið gríðarlega og nú teygja jaðarsvæði borgarinnar sig yfir í nærliggjandi ríki, heildaríbúafjöldinn á höfuðborgarsvæðinu telst vera yfir 7 milljónir, þar af búa rúm 700.000 í sjálfri borginni. Íbúarnir koma alls staðar að úr heiminum og það hefur leitt af sér þann fjölbreytileika í menningu og mannlífi sem einkennir Washington og gerir hana ólíka öðrum bandarískum borgum.

Í Washington er ótal margt sem vert er að skoða og upplifa; fjölmargar sögufrægar byggingar og minnismerki, söfn af ýmsu tagi og menningar- og listviðburðir eru bókstaflega á hverju strái. Fyrst skal nefna svæðið The National Mall þar sem m.a. er að finna Hvíta húsið, Washington-minnismerkið, þinghúsið og hinn ótrúlega áhrifamikla Víetnam-vegg.

Georgetown er elsta hverfi Washington, einstaklega litríkt og fallegt svæði við Potomac-ána sem býr yfir sögulegum sjarma en er jafnframt afar nútímalegt. Hverfið, sem er eftirlæti heimamanna jafnt sem gestkomandi, bókstaflega iðar af mannlífi; þar eru verslanir af öllu tagi, söfn, gallerí, klúbbar og barir þar sem tónlistarlíf blómstrar og niður við árbakkann er úrval veitingastaða með mat frá öllum heimshornum.

Það er sannarlega þess virði að skipuleggja heimsókn til þessarar mögnuðu heimsborgar og kynna sér margt af því besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða, bæði í sögulegu og menningarlegu tilliti.

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum..

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.