Valencia
gróskumikil og spennandi borg, staðsett í ægifögru landslagi
Valencia
Einn af okkar uppáhalds áfangastöðum undanfarinna ára er borgin Valencia á Spáni. í Valencia eigum við í mjög góðu samstarfi við stofnanir ef ætlunin er að heimsækja slíka en um leið hefur umhverfi borgarinnar reynst okkur gríðarlega vel í námskeiðs- og öllu utanumhaldi. Í borginni miðri er Turia-garðurinn, mjög fallegur almenningsgarður sem er sannkölluð útivistarparadís með ótal möguleikum á afþreyingu og notum við hann mikið til námskeiðshalds. Skammt þar frá er svo „City of Art and Science“, það er þyrping nútímalegra hvítra bygginga í Avant Garde-stíl þar sem m.a. er að finna óperuhús Valencia og sædýrasafnið Oceanografic sem er eitt hið magnaðasta í heimi.
Valencia er afar falleg borg, á suðausturströnd Spánar og er hún þriðja stærsta borg landsins á eftir Madrid og Barcelona. Íbúafjöldinn í sjálfri borginni eru yfir 800 þúsund en ein og hálf milljón búa á svæðinu ef aðliggjandi byggðalög eru talin með. Borgin markar norðurenda hinnar 200 km löngu strandlengju Costa Blanca, sem nær alla leið til Alicante í suðri. en um leið gróskumikil og spennandi – hún er staðsett í ægifögru landslagi sem einkennist af fjalllendi og fagurri ströndinni. Borgin er að stórum hluta lágreist og þétt og þar mætast gamli og nýi tíminn í arkitektúr og byggingalist. Oft er talað um að á þessu svæði finni maður anda hins gamla Spánar, hér eru spænskar hefðir og menning í öndvegi og mikil og merkileg saga blasir við manni við hvert fótmál.
Gamli bæjarhlutinn er vinalegur og heillandi, þar iðar allt af litskrúðugu mannlífi með verslanir og veitingastaði á hverju strái, en þess má geta að þjóðarréttur Spánverja, paella, er upprunninn í Valencia. Valencia er í alla staði yndisleg borg sem býður upp á óendanlega möguleika á að njóta lífsins í dásamlegu umhverfi og einstakri veðursæld við Miðjarðarhafið.
Fyrir hverja
Valencia er frábær valkostur fyrir alla hópa sem vilja velja sér fallegan og um leið góðan stað til endurmenntunar. Hvort sem um er að ræða fyrir starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að flestir njóti sín að læra í Valencia.
Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Valencia bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Í Valencia erum við vel tengd inn í skóla og þekkjum borgina vel.
Skipulag endurmenntunarferða
Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.
Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.
Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér: Endurmenntunarferðir
Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir
Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur.
Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is
Umsagnir viðskiptavina
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
Þátttakandi í Playful Learning ferð 2024
PETRA WAAGE
MFL.KVK GRÓTTU Í HANDBOLTA
ÁRNI FRIÐLEIFSSON
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
NÁMSFERÐ BRÚARSKÓLA TIL DANMERKUR
EPLI
SAMTÖK SVEITAFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA
BARNAVERND REYKJAVÍKUR
MFL.KK VALS Í HANDBOLTA
TÓNLISTARSKÓLI SELTJARNARNESS
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ GRÓTTA
LÁRA OG EGILL
Er ferðin styrkhæf?
Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.
Fáðu tilboð
Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.
Er ferðin styrkhæf?
Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.
Fáðu tilboð
Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.