Toronto

Sönn heimsborg með öflugt fjölmenningarsamfélag

Toronto

Endurmenntunarferð með KVAN Travel til Toronto í Kanada er ávísun á góða ferð. Toronto er sönn heimsborg og eitt öflugasta fjölmenningarsamfélag sem fyrirfinnst í heiminum. Rúmlega helmingur íbúanna er talinn tilheyra einhverjum hinna fjölmörgu menningar- og minnihlutahópa borgarinnar, en áætlað er að um 160 tungumál séu töluð að staðaldri í Toronto. Skólasamfélagið í Toronto er í miklum gæðum og aðgegni okkar að heimsóknum mjög gott. Totonto er frábær staður fyrir námskeiðshald, skólaheimsóknir eða bland af báðu. Að auki er einfalt að bæta við menningartengdum atburðum og heimsóknum sem nýtast okkur í störfum okkar, heimsókna að Niagra Falls og margt fleira. Flogið er til Toronto seinnipart dags svo ekki þarf að taka heila frídaga á ferðadögum. Heimkoma er síðan snemma morguns.

Toronto við norðvestanvert Ontario-vatn er fjölmennasta borg Kanada með u.þ.b. 2,8 milljónir íbúa, ef nærliggjandi byggðir (Toronto Greater Area) eru taldar með nær fjöldinn 6 milljónum sem gerir svæðið að því fjölmennasta í Kanada. Borgin er þungamiðja viðskipta- og fjármálalífs í landinu og óumdeild miðstöð lista- og menningarlífs þar sem greinar eins og kvikmyndagerð, framleiðsla sjónvarpsefnis, tónlist og leiklist standa í miklum blóma.

Háreistar byggingar og skýjaklúfar eru einkennandi fyrir Toronto og þykir hún minna um margt á New York að því leyti til. Í miðri borginni stendur hinn 553 m hái CN turn sem lokið var við að byggja 1976, hann var fram til ársins 2007 hæsta bygging í heimi og dregur að sér um 2 milljónir gesta árlega. Margvíslegar menningarstofnanir tengdar listum og sögu, hátíðir af ýmsu tagi og ekki síst blómlegt íþróttalíf, þar sem þjóðaríþrótt Kanadamanna íshokkíið er mest áberandi, eiga sinn þátt í að laða að þær 25 milljónir ferðamanna sem árlega heimsækja þessa frábæru borg.

Fyrir hverja
Endurmenntunarferðir til Toronto henta frábærlega fyrir flesta hópa. Hvort sem um er að ræða starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að flestir ættu að geta notið sín að læra eitthvað nýtt í Toronto.

Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Toronto bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Í Totonto erum við eintaklega vel tengd inn í skóla, við frábær hótel og aðgengi að afþreyingu og menningartengdum viðburðum mjög gott.

Skipulag endurmenntunarferða
Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.

Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.

Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér:  Endurmenntunarferðir

Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir

Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.