Toronto

Sönn heimsborg með öflugt fjölmenningarsamfélag

Toronto

Toronto við norðvestanvert Ontario-vatn er fjölmennasta borg Kanada með u.þ.b. 2,8 milljónir íbúa, ef nærliggjandi byggðir (Toronto Greater Area) eru taldar með nær fjöldinn 6 milljónum sem gerir svæðið að því fjölmennasta í Kanada. Borgin er þungamiðja viðskipta- og fjármálalífs í landinu og óumdeild miðstöð lista- og menningarlífs þar sem greinar eins og kvikmyndagerð, framleiðsla sjónvarpsefnis, tónlist og leiklist standa í miklum blóma.

Toronto er sönn heimsborg og eitt öflugasta fjölmenningarsamfélag sem fyrirfinnst í heiminum. Rúmlega helmingur íbúanna er talinn tilheyra einhverjum hinna fjölmörgu menningar- og minnihlutahópa borgarinnar, en áætlað er að um 160 tungumál séu töluð að staðaldri í Toronto.

Borgarhverfin, sem eru um 140 talsins, eru mörg hver kennd við uppruna þeirrar menningar sem þar ræður ríkjum; indverska, kóreska, Litla-Ítalía, Greektown, nokkur Kínahverfi og svo mætti áfram telja. Toronto hefur því að geyma frábært úrval framúrskarandi veitingastaða þar sem hægt er að finna mat frá bókstaflega öllum heimshornum.

Háreistar byggingar og skýjaklúfar eru einkennandi fyrir Toronto og þykir hún minna um margt á New York að því leyti til. Í miðri borginni stendur hinn 553 m hái CN turn sem lokið var við að byggja 1976, hann var fram til ársins 2007 hæsta bygging í heimi og dregur að sér um 2 milljónir gesta árlega. Margvíslegar menningarstofnanir tengdar listum og sögu, hátíðir af ýmsu tagi og ekki síst blómlegt íþróttalíf, þar sem þjóðaríþrótt Kanadamanna íshokkíið er mest áberandi, eiga sinn þátt í að laða að þær 25 milljónir ferðamanna sem árlega heimsækja þessa frábæru borg.

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.