Helsinki

Höfuðborg Finnlands, umkringd stórbrotinni náttúru

Helsinki

Endurmenntunarferðir okkar til Helsinki hafa vakið mikla lukku enda  höfum við Íslendingar lengi litið augum til þeirra aðferða og nálgana Finna í skólamálum. Í Helsinki er svo sannarlega hægt að læra margt, hvort sem það er með heimsóknum til annarra stofnana eða fyrirtækja eða á námskeiði okkar hjá KVAN og KVAN Travel. Til Helsinki er mjög reglulega flogið svo möguleikinn á ferðadögum er breiður, þar erum við í góðum samskiptum við stofnanir og fyrirtæki og hótelin sem við veljum eru ávallt vel staðsett og falleg.

Íbúar Finnlands eru fimm og hálf milljón, þar af býr um ein og hálf milljón á stór-höfuðborgarsvæðinu en 630 þúsund búa í Helsinki sjálfri. Finnar eru frábærir heim að sækja enda voru þeir titlaðir hamingjusamasta þjóð heims árið 2018 samkvæmt World Happiness Report. Líkt og Íslendingar verma Finnar yfirleitt eitthvert toppsætanna í alþjóðlegum könnunum sem mæla lífsgæði og hamingju fólks.

Helsinki er borg sem er byggir á traustum innviðum, samgöngukerfin eru nútímaleg og skilvirk, velferðarkerfið er öflugt og finnska menntakerfið er álitið skara fram úr á heimsvísu. Stórbrotin og hrífandi náttúra umlykur borgina með endalausum möguleikum á námskeiðshaldi, útivist og afþreyingu.

Í Helsinki er mikið og gott úrval frábærra veitingastaða og sérstaklega hefur nýnorræn matargerðarlist fest sig rækilega í sessi í borginni. Hún byggir á þeirri hugmyndafræði að nota einungis úrvals hráefni úr nánasta umhverfi og nýta hefðir af norrænum uppruna til að reiða fram hollan og góðan mat með umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.

Fyrir hverja
Helsinki er frábær valkostur fyrir alla hópa sem vilja velja sér framsækin og um leið góðan stað til endurmenntunar. Hvort sem um er að ræða fyrir starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að við getum flest lært margt af Finnum.

Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Helsinki bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Í Helsinki erum við einnig vel tengd inn í skóla og fáum góða þjónustu og vandaðar heimsóknir í borginni.

Skipulag endurmenntunarferða
Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.

Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.

Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér:  Endurmenntunarferðir

Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir

Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.