Edinborg

Edinborg
Lítil stórborg með ævintýri við hvert fótmál

Í Edinborg frábært að læra með KVAN og KVAN Travel. Við eigum í frábæru samstarfi við skólakerfi borgarinnar og þangað höfum farið í ótal ferðir með hópa. Sérfræðingar okkar eru vel kunnugir Edinborg og borgin hentar til að mynda einstaklega vel til náms til útimenntunar, leik- og grunnskólaheimsókna og námskeiðshalds svo eitthvað sé nefnt. 

Edinborg er höfuðborg Skotlands og önnur stærsta borg landsins á eftir Glasgow með tæplega hálfa milljón íbúa. Hún er einstaklega fögur borg sem býr yfir mikilli sögu og merkilegri byggingalist og hafa bæði gamli og nýi bærinn komist á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Edinborg iðar af fjölbreyttu mannlífi, fjölskrúðugt menningarlíf blómstrar, þangað kemur fólk frá öllum heimshornum til háskólanáms og borgin er jafnframt þungamiðja stjórnmálalífs í Skotlandi því þar situr skoska þingið.

Edinborg er byggð á nokkrum hæðum, þeirra frægust er Sæti Artúrs sem er þeirra hæst. Edinborgarkastali gnæfir yfir í hjarta borgarinnar og flest það sem vinsælt er að skoða er í göngufæri við hann. Góðir veitingastaðir og pöbbar eru á hverju strái og fyrir þá sem vilja versla er úr miklu að moða, aðalverslunargatan er Princes Street.

Af öðrum stöðum sem vert er að heimsækja í Edinborg má t.d. nefna National Museum, Royal Botanic Garden, einn frægasta og elsta grasagarð heims sem opinn er allt árið, St. Giles Cathedral dómkirkjuna og dýflissurnar (Edinburgh Dungeons) sem bjóða bæði upp á leiksýningar og leiðsögn. Þess má loks geta að Edinborg er þekkt víða um lönd fyrir mikinn fjölda fjölbreyttra hátíða og menningarviðburða af ýmsum toga sem þar fara fram árið um kring.

Fyrir hverja
Endurmenntunarferðir til Edinborgar henta frábærlega fyrir flesta hópa. Hvort sem um er að ræða starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að flestir njóti sín að læra í Edinborg. Þeir sem starfa eða áhuga hafa á úti- og/eða ævintýranámi í störfum sínum ættu svo sannarlega að líta á Edinborg sem frábæran valkost.

Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Edinborgar bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Í Edinborg erum við mjög vel tengd inn í skóla svo vandamálið við að finna heimsókn við hæfi hefur ekki reynst vera vandamál í Edinborg.

Skipulag endurmenntunarferða
Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.

Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.

Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér:  Endurmenntunarferðir

Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir

Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.