Berlín

Ein mest spennandi borg í heimi, kraftmikil, fjörug og skapandi

Berlín

Berlín hefur í gegnum árin verið vinsæll áfangastaður í endurmenntunarferðum okkar hjá KVAN Travel. Ef áhuginn liggur í heimsóknir þá eru grunn- og leikskólar á svæðinu fjölmargir og sinna áhugaverðu starfi sem gaman er að kynnast. Umhverfið í Berlín gefur einnig færi á námskeiðsvinnu utandyra auk þeirra fjölmargra sögusafna sem áhugasvert er að skoða og taka inn í starf okkar heima fyrir. 

Berlín er óumdeilanlega ein mest spennandi borg í heimi, kraftmikil, fjörug og skapandi, sannkallaður suðupottur menningar og lista. Borgin skiptist upp í mörg hverfi sem hvert hefur sinn karakter og kjarna; Kreuzberg, Mitte, Alexanderplatz og Neukölln svo fáein séu nefnd, en enginn einn sérstakur miðbær er skilgreindur sem slíkur í Berlín. Berlín er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Þýskalands, bæði hvað varðar mannfjölda og umfang, með rúmar 3,7 milljónir íbúa. Frá 1961 til 1989 var borginni skipt í tvennt með hinum tæplega 170 km langa múr, sem var táknmynd fyrir kalda stríðið og skiptingu Þýskalands.

Áin Spree rennur í gegnum borgina en alls nema skóglendi, garðar, vötn og ár um þriðjungi af landssvæðinu sem borginni nær yfir og því er auðvelt fyrir Berlínarbúa að komast í margs konar útivist og tæri við náttúruna. Almenningssamgöngur í borginni eru mjög góðar, það er einfalt að komast allra sinna ferða með neðanjarðarlestunum (U-bahn) eða með strætó. Berlín er tiltölulega flöt og því fekar auðvelt að ganga um borgina en snjallt er að leigja sér reiðhjól og kynnast henni þannig.

Í sögulegu tilliti er Berlín ein merkilegasta borg í heimi, hún hefur verið vettvangur margra atburða sem markað hafa djúp spor í sögu Evrópu. Allir sem til Berlínar koma ættu því að grípa tækifærið og heimsækja einhverja þeirra sögulegu staða sem eru í borginni.

Fyrir hverja
Endurmenntunarferðir til Berlínar henta vel fyrir flesta hópa. Hvort sem um er að ræða starfsfólk leik-, grunn- eða framhaldsskóla eða starfsfólk og/eða stjórnendur fyrirtækja þá má með sanni segja að flestir njóti sín í Berlín.

Hvað gerum við
Í endurmenntunarferðunum okkar til Berlínar bjóðum við upp á sérsniðin námskeið sem nýtast starfsmannahópum í starfi, vettvangsheimsóknir og jafnvel fræðslu frá erlendum aðilum. Við erum ágætlega tengd inn í skóla í Berlín og höfum átt í fasælu samstarfi við bæði leik- og grunnskóla í borginni.

Skipulag endurmenntunarferða
Frá fyrstu fyrirspurn leggjum við áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við greinum með hópunum hvað það er sem hópurinn þarfnast í sinni endurmenntun. Hvort sem það er námskeið, heimsóknir, önnur fræðsla eða bland af fleiri en einum þætti þá aðstoðum við frá upphafi til enda. Við útbúum heildrænt ferðaskipulag og sjáum um allar bókanir fyrir hópana.

Ferðir KVAN Travel Ferðirnar eru leiddar af reyndum fararstjórum og sérfræðingum sem tryggja faglegt utanumhald og fylgja hópunum alla leið í gegnum ferðina.

Við bjóðum upp á svokallaðar þriggja þrepa námsferðir þar sem allur undirbúningur, námsferðin sjálf sem og eftirfylgd er í okkar höndum. Lesið meira um þetta og meira til hér:  Endurmenntunarferðir

Styrkir til endurmenntunar
Endurmenntunarferðir okkar eru styrkhæfar. Við hverjum þó alla til að kynna sér sína möguleika til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi. Sjá nánar hér: Styrkir

Hafðu samband
Sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við höfum samband eins fljótt og mögulegt er. Tilgreindu endilega þá daga sem hópurinn vill ferðast, áfangastað og fjölda starfsmanna og við klárum málið með ykkur.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Umsagnir viðskiptavina

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.

Er ferðin styrkhæf?

Endurmenntunarferðirnar okkar eru styrkhæfar. Kynntu þér möguleikana hjá þínu stéttarfélagi eða hafðu sambad og við aðstoðum.

Fáðu tilboð

Við sérnsníðum ferð fyrir hópinn þinn. Hjá okkur starfa sérfræðingar með breiðan bakgrunn og áratuga reynslu. Fáðu tilboð frá okkur í draumaferðina.