Liðsheildarþjálfun

Vilt þú taka þinn hóp í eina öflugustu leiðsheildarvinnu sem í boði er?

 

KVAN í samvinnu við Horizons Consulting býður uppá einstaka liðsheildarferð til Bandaríkjanna. Ferðinar eru sérsniðin blanda af skemmtilegum og krefjandi teymisverkefnum í fallegri náttúru sem gerir upplifunina ógleymanlega. 

Þjálfarar frá KVAN koma með hópnum þínum og sérsníða ferðina eftir ítarlega greiningu á því hvaða hæfnisþættir það eru sem að þitt lið þarf að vinna í til að efla sig enn frekar sem teymi.

Í boði er að fara í fjallaklifur, sviflínur, hestaferðir, göngurferðir um stórbrotna náttúru, high ropes og low ropes liðsheildarvinnu ofl. Sérfræðingar okkar sjá um að hópurinn fái verkefni við sitt hæfi og komi samstilltur og endurnærður heim. 

 

Vinnan er skilin eftir heima og við tekur ævintýraferð með fyrsta flokks liðsheildarþjálfun þar sem þjálfarar frá KVAN og Horizons Consulting vinna með hópnum.

Með góðri liðsheildarþjálfun skapast traust sem hefur bein áhrif á samskipti, samvinnu, liðsanda og framleiðni. Með öflugri liðsheild eykst m.a. nýsköpun, ákvarðanir verða skilvirkari og starfsánægja verður meiri. Allt eru þetta þættir sem stuðla að velgengni og góðum árangri starfsfólks sem og fyrirtækja.

 

 

Horizons consulting og KVAN hafa starfað saman í fjölbreyttum verkefnum með frábærum árangri.

Nánar um Horizons Consulting, samstarfsaðila okkar í Bandaríkjunum: 

Horizons Consulting – Outdoor Learning Center at Horizons (horizonsoutdoorlearningcenter.com)

 

Hafðu samband við okkur núna til að skipuleggja spennandi ævintýri sem liðið þitt mun aldrei gleyma!