Playful Learning – Námsferð til Danmerkur í ágúst

 

Playful Learning – (leikandi nám) 11. – 15. ágúst 2025

Síðustu playful Learning ferðir okkar seldust hratt upp og höfum við ákveðið að bæta við nýrri ferð. Í þessari endurmenntunarferð til Billund og Árósar í Danmörku verður unnið eftir hinni vinsælu hugmyndafræði “Playful Learning” eða að læra í gegnum leik. Þetta er einstök ferð sem flestir kennarar ættu að geta lært nýja nálgun sem hægt er að nýta í störfum sínum hér heima.

 

Nánari ferðalýsingu og efnisþætti má sjá hér neðar á síðunni.

239.900 kr.297.900 kr.

Afsláttur:
Greiða innborgun á 50.000 kr.
Samtals 239900

Farþegaupplýsingar:

Skilaboð til KVAN Travel

Kennitala greiðanda



Lengd:
5 dagar
Samgöngur
Flug, akstur erlendis
Gerð ferðar:
Endurmenntunarferð
Vörunúmer:
K-131
Hópastærð:
Lágmark 15, hámark 25 þátttakendur

Playful Learning – (leikandi nám) 11. - 15. ágúst 2025

Í þessari endurmenntunarferð til Billund og Árósa í Danmörku verður unnið eftir hinni vinsælu hugmyndafræði “Playful Learning” eða að læra í gegnum leik. Þetta er einstök ferð sem flestir kennarar ættu að geta lært nýja nálgun sem hægt er að nýta í störfum sínum hér heima.

Hvað er Playful Learning?

Playful Learning er verkefni á landsvísu sem allir 6 kennaraháskólar Danmerkur vinna að í sameiningu og í samstarfi við rannsakendur, skóla, leikskóla og fleiri fagaðila sem koma að vellíðan og námi barna.  Lego Foundation styrkir verkefnið sem var hrint af stað árið 2018. Framtíðarsýnin er grundvöllur að langtíma og metnaðarfullu samstarfi þar sem sameiginlegt markmið er að styrkja skapandi hugsun, félagsfærni og lausnaleit barna, rækta tæknilæsi þeirra og löngun til að læra.

Hér er hægt að líta á heimasíðu Playful Learning.

Hvað gerum við í ferðinni?

Lego House heimsókn
Við byrjum ferðina á heimsókn í Lego House í Billund þar sem okkur verður sagt frá húsinu og upplifunarsvæðum þess. Og að sjálfsögðu fáum við tækifæri til að leika okkur aðeins og dýpka skilning okkar á listinni að læra í gegnum leik.

Via University College
Við munum heimsækja kennaraháskólann í Árósum, Via University College, og fara á heilsdags vinnustofu í PlayLab (leiksmiðju). Við brettum upp ermar og vinnum á verklegan hátt svo þátttakendur fái sameiginlegar hugmyndir og upplifun um hvað Playful Learning er. Á vinnustofunni verður unnið með mismunandi nálganir í leik s.s sköpunargleði, leiki, samkeppni og öll verkefni studd með kennslufræðilegum rökum.

Skólaheimsókn í Árósum
Við heimsækjum Skovvangsskolen í Árósum þar sem við fáum leiðsögn um skólann, kynningu á kennsluháttum og kynnumst því hvernig þau hafa unnið með Playful Learning síðustu ár.

Vinnustofa – Guðrún Gyða
Við ljúkum dagskrá ferðarinnar á stuttri vinnustofu með Guðrúnu Gyðu og förum yfir það sem við höfum lært síðstu daga, sköpum nýjar lausnir og verkefni sem við viljum vinna áfram með eftir að heim er komið.

Farastjóri/leiðbeinandi í ferðinni
Dagskrá ferðarinnar verður í höndum Guðrúnar Gyðu. Guðrún Gyða er lærð arkitekt og kennari og hefur kennt nýsköpun og hönnun í grunn- og framhaldsskólum. Hún gaf nýlega út kennsluefnið Út fyrir boxið og brennur fyrir skapandi kennsluháttum og leikandi námi.

Verð

  • 239.900 krónur á farþega ef gist er í tveggja manna herbergi
  • 297.900 krónur ef gist er í einstaklingsherbergi

Hægt er að velja um að greiða eingöngu staðfestingargjald kr. 50.000 núna. Eftirstöðvar greiðist í síðasta lagi 9 vikum fyrir brottför, áminning um lokagreiðslu verður send í pósti. Staðfestingargjaldið er óendurkræft nema fella þurfi ferð niður vegna fjölda.

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka til Billund með Icelandair
  • 23 kg. innritaður farangur og handfarangur
  • Akstur erlendis
  • Gisting í eina nótt á The Lodge Billund
  • Gisting í 3 nætur á Radisson Blu Scandinavia Hotelí Árósum með morgunverði. Hótelið er glæsilegt fjögurra  stjörnu hótel, frábærlega staðsett í Árósum
  • Aðgangur að Lego House og fræðsla þaðan
  • Heils dags vinnustofa í Via University College auk hádegisverðar
  • 3 klst. vinnustofa með Guðrúnu Gyðu
  • Fararstjórn og leiðsögn

Takmarkaður fjöldi er í þessa einstöku endurmenntunarferð og lágmarksþátttaka er 15 þátttakendur. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvantravel@kvan.is

Hlökkum til að ferðast með ykkur!

KVAN og KVAN Travel

 

Herbergi

Einstaklingsherbergi, Tveggja manna herbergi

Innifalin þjónusta

Fjögurra stjörnu hótel Flug fram og til baka til Billund með Icelandair 23 kg. innritaður farangur + handfarangur Akstur erlendis Námskeið, heimsóknir
Þjálfun og fararstjórn

Dagskrá

11. ágúst 2025 – Flogið er með Icelandair kl. 16:35 til Billund þann 11. ágúst, lent verður í Billund kl. 21:35 að staðartíma – Gist fyrstu nóttina á The Lodge Billund, morgunverður innifalinn

12. ágúst 2025 – 09:30 - 12:30 Kynning og vinna í Lego House – Rúta ekur hópnum á hótel í Árósum og innritun þar

13. ágúst 2025 – 09:00 - 15:00 Vinnustofur/námskeið í Via University Collage (hádegisverður innifalinn)

14. ágúst 2025 – 09:00 - 12:00 Skólaheimsókn í Skovvangskolen

15. ágúst 2025 – 09:30-12:30 Vinnustofa á sal með Guðrúnu Gyðu – 18:00 Akstur frá hóteli að flugvelli í Billund – Flug heim klukkan 22:35 og lent í Keflavík um klukkan 23:40